Fréttasafn



11. apr. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Undirbúningur fyrir ráðstefnu norrænna ráðgjafarverkfræðinga

Fulltrúar norrænna ráðgjafarverkfræðinga hittust í Kaupmannahöfn fyrir skömmu til að undirbúa árlega ráðstefnuna RiNord sem fer fram í Osló 15.-17. júní næstkomandi. Félag ráðgjafarverkfræðinga og systursamtök hafa um langt árabil efnt til ráðstefnunnar þar sem farið er yfir sameiginlega áskoranir og framtíðarsýn. 

Það voru framkvæmdastjórar og tengiliðir norrænu systursamtakanna sem hittust á undirbúningsfundinum í Kaupmannahöfn. Fulltrúi Íslands á fundinum var Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og tengiliður Félags ráðgjafarverkfræðinga. Á undirbúningsfundinum kom fram að áskoranir og tækifæri fyrirtækja á þessum markaði eru um margt sameiginleg Norðurlandanna á milli og lítur því út fyrir að enginn skortur verði á umræðuefnum á komandi ráðstefnu í Osló.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Henrik Garver, framkvæmdastjóri Foreningen af Rådgivende Ingeniører í Danmörku (FRI), Elin Lydahl, framkvæmdastjóri Innovations­företagen í Svíþjóð, Liv Kari Hansteen, framkvæmdastjóri Rådgivende Ingeniørers Forening í Noregi (RIF), Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI og tengiliður FRV, og Helena Soimakallio, framkvæmdastjóri Teknologiateollisuus í Finnlandi.