Uppbygging gagnavera stórt sóknarfæri viðskiptalífsins
Viðskiptablaðið hefur að undanförnu fjallað um gagnaveraiðnaðinn. Í nýjasta tölublaðinu er sagt frá því að gagnaverauppbygging hafi verið lýst sem næsta stóra sóknartækifæri íslensks viðskiptalífs og að sögn sérfræðinga eru gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að efla uppbyggingu gagnavera hér á landi. Vitnað er til skýrslu sem tekin var saman af Samtökum iðnaðarins með heitinu Nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera þar sem kemur fram að ráðgjafafyrirtækið BroadGroup spái miklum vexti í norræna gagnaveraiðnaðinum á næstu árum. Því sé t.d. spáð að í Danmörku muni gagnaveraiðnaðurinn ríflega fjórfaldast í umfangi á tveimur árum en hins vegar sé gert ráð fyrir litlum eða engum vexti í íslenskum gagnaveraiðnaðin fram til loka árs 2017.
Hér má nálgast umfjöllun Viðskiptablaðsins:
Hér má nálgast samantektina sem unnin er af Samtökum iðnaðarins: Nauðsyn bættra fjarskiptatenginga og hagræn áhrif gagnavera.