Vel sóttur fundur Félags blikksmiðjueigenda
Félag blikksmiðjueigenda hélt vel sóttan jólafund fimmtudaginn 12. desember. Dagskráin var á léttu nótunum, Stefán Þ. Lúðvíksson, formaður Félags blikksmiðjueigenda, bauð gesti velkomna og fór yfir helstu málefni stjórnar þetta haustið. Boðið var uppá villibráðarveislu í kjölfarið og svo var maður manns gaman fram eftir kvöldi.