Fréttasafn



6. nóv. 2020 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Nýsköpun

Vel sóttur fundur YR um nýja nálgun í hönnun

Rúmlega 40 manns mættu á rafrænan fund Yngri ráðgjafa um nýsköpun og nýjar lausnir í mannvirkjagerð sem fór fram síðastliðinn miðvikudag. Yngri ráðgjafar er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga,

Á fundinum kynntu Hilmar Gunnarsson og Johan Hanegraaf hönnunarhugbúnað Arkio en hann gerir hönnuðum kleift að hanna m.a. byggingar eða heilt borgarskipulag í sýndarveruleika með einföldum hætti með VR og AR tækni. 

YR stendur fyrir fundaröð og verður þriðji fundurinn í fundaröðinni um BIM miðvikudaginn 25. nóvember kl. 09.00-10.00 þegar Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu, og Ingibjörg Birna Kjartansdóttir, BIM/VDC þróunarstjóri Ístaks, ræða um BIM sem er aðferðafræði við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur mannvirkja þar sem hönnuðir setja upp rafræn, þrívíð og hlutbundin líkön af mannvirkjum. 

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

FUNDUR-yr-NOVEMBER-2020-2-

Fundur-YR-november-2020-3-