Vel sóttur jólafundur Félags blikksmiðjueigenda
Félag blikksmiðjueigenda, FBE, hélt á dögunum skemmtilegan jólafund í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn var mjög vel sóttur. Formaðurinn Stefán Lúðvíksson setti fundinn og hélt tölu um helstu verkefni stjórnar þetta haustið en þar hafa menntamál borið helst á góma.
Í máli formannsins kom fram að mikill skortur sé á blikksmiðum og að sú eftirspurn muni halda áfram. Eftir erindi formannsins gæddu félagsmenn sér á villibráð og drykkjum. Ási Guðna skemmtikraftur fór svo með gamanmál. Góður rómur var gerður að fundinum meðal félagsmanna FBE sem sögðu þetta vera vel heppnað kvöld hjá félaginu.


Stefán Lúðvíksson, formaður FBE, og Þröstur Hafsteinsson, fyrrverandi formaður félagsins.

