Fréttasafn



2. des. 2025 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Mannvirki

Vel sóttur jólafundur Félags blikksmiðjueigenda

Félag blikksmiðjueigenda, FBE, hélt á dögunum skemmtilegan jólafund í Húsi atvinnulífsins. Fundurinn var mjög vel sóttur. Formaðurinn Stefán Lúðvíksson setti fundinn og hélt tölu um helstu verkefni stjórnar þetta haustið en þar hafa menntamál borið helst á góma. 

Í máli formannsins kom fram að mikill skortur sé á blikksmiðum og að sú eftirspurn muni halda áfram. Eftir erindi formannsins gæddu félagsmenn sér á villibráð og drykkjum. Ási Guðna skemmtikraftur fór svo með gamanmál. Góður rómur var gerður að fundinum meðal félagsmanna FBE sem sögðu þetta vera vel heppnað kvöld hjá félaginu.

3_1764671935487

4_1764671896579Stefán Lúðvíksson, formaður FBE, og Þröstur Hafsteinsson, fyrrverandi formaður félagsins.