Fréttasafn



7. des. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Vel sóttur jólafundur Rafverktakafélags Suðurnesja

Liðlega 130 gestir frá 20 fyrirtækjum mættu á jólafund Rafverktakafélags Suðurnesja, RS, sem er aðili að Samtökum rafverktaka, SART. Jólafundurinn fór fram í Í Oddfellowhúsinu í Reykjanesbæ og var Johann Rönning styrktaraðili fundarins. Á fundinum var Ingvar Hallgrímsson gerður að heiðursfélaga RS. Aðrir heiðursfélagar sem mættu voru Sigurður Ingvarsson og Sæmundur Einarsson. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Arnbjörn Óskarsson, formaður RS, Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, og Hjörleifur Stefánsson, formaður SART. 

20221126_200537Arnbjörn Óskarsson, formaður RS, gerði Ingvar Hallgrímsson heiðursfélaga.

20221126_200827Heiðursfélagar RS þeir Sigurður Ingvarsson, Ingvar Hallgrímsson og Sæmundur Einarsson.