Verkís fær viðurkenningu fyrir hönnun á varnargörðum
Verkís hlaut nýverið FIDIC Highly Commended Award fyrir hönnun á varnargörðum á Suðurnesjum. Verðlaunin voru afhent á FIDIC Global Infrastructure Conference í Cape Town, Suður-Afríku, sem er einn stærsti vettvangur verkfræðinga og ráðgjafa á heimsvísu. Á vef Verkís kemur fram að FIDIC (International Federation of Consulting Engineers) séu alþjóðasamtök verkfræðistofa sem veiti árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkfræðiverkefni sem stuðli að samfélagslegum ávinningi, nýsköpun og fagmennsku. Það sé því mikill heiður fyrir Verkís að hljóta þessa viðurkenningu.
Það kemur fram á vef Verkís að varnargarðarnir á Suðurnesjum hafi verið hannaðir með það að markmiði að verja samfélög, innviði og efnahagslega starfsemi fyrir mögulegu hraunflóði í kjölfar eldgosa. Verkefnið hafi verið unnið í nánu samstarfi við Almannavarnir og aðra hagaðila og hafi reynst lykilþáttur í því að auka öryggi íbúa á svæðinu. Einnig að verkefnið hafi krafist nákvæmrar hönnunar, víðtækrar þekkingar á náttúruvá og nýskapandi verkfræðilegra lausna. Með því ahafi tókst að búa til mannvirki sem verjast miklum náttúruöflum og hraunflóði.
Á vef Verkís er hægt að fá nánari upplýsingar.