Fréttasafn



8. jan. 2019 Almennar fréttir Menntun

Verksmiðjan verður opnuð á fimmtudaginn

Opnunarathöfn Verksmiðjunnar fer fram fimmtudaginn 10. janúar kl. 15 í Stúdíói A hjá RÚV í Útvarpshúsinu, Efstaleiti 1 en Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks í 8.-10. bekk - þar sem allar hugmyndir geta orðið að veruleika. Verksmiðjan er samstarfsverkefni RÚV, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fab Lab á Íslandi, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Listasafns Reykjavíkur.

Verksmiðjan hvetur ungt fólk til að taka eftir hugmyndum sínum og umhverfi og finna lausnir á ýmsum vandamálum, stórum sem smáum. Þátttakendum er fylgt eftir og þeir myndaðir af framleiðsluteymi RÚV. Fimm sjónvarpsþættir um Verksmiðjuna, iðngreinar og nýsköpun verða sýndir á RÚV í vor. Á opnunarathöfninni verður nýtt vefsvæði opnað þar sem hægt verður að fylgjast með ferlinu: ungruv.is/verksmiðjan.

Hér er viðburðurinn á Facebook. 

Hér er hægt að skrá sig á opnunarviðburðinn.

Hér er hægt að lesa nánar um Verksmiðjuna.