Viðreisn einn flokka vill ekki áframhald á „Allir vinna“
Viðreisn, einn flokka af átta, er ekki með áform á næsta kjörtímabili að framlengja átakið „Allir vinna“. Þetta kemur fram í niðurstöðum spurningakönnunar sem lögð var fyrir þá flokka sem tóku þá í kosningafundi SI sem fór fram í Hörpu fyrir skömmu. Í könnuninni var spurt um þá málaflokka sem mest áhrif hafa á samkeppnishæfni. Hér er hægt að nálgast niðurstöður könnunarinnar.
Myndin hér fyrir ofan er af Daða Má Kristóferssyni sem var fulltrúi Viðreisnar á kosningafundi SI.
Innviðir
- Breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í eitt innviðaráðuneyti með því að sameina samgöngu-, skipulags-, húsnæðis- og byggingamál?
- Auka fjárfestingar í efnislegum innviðum landsins þannig að staða þeirra verði góð?
- Nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða og flýta þannig þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu?
- Framlengja átakið „Allir vinna“?
- Koma í framkvæmd tillögum átakshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis sem lagðar voru fram 2019 sem og að innleiða umbætur sem OECD lagði til?
- Endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála til skilvirkari uppbyggingar íbúðarhúsnæðis?
- Grænn litur - JÁ
- Rauður litur - NEI
- Gulur litur - VIL EKKI SVARA
mbl.is, 17. september 2021.
Fréttablaðið, 17. september 2021.
Byggingar, 17. september 2021.