Fréttasafn



17. sep. 2021 Almennar fréttir Innviðir

Viðreisn einn flokka vill ekki áframhald á „Allir vinna“

Viðreisn, einn flokka af átta, er ekki með áform á næsta kjörtímabili að framlengja átakið „Allir vinna“. Þetta kemur fram í niðurstöðum spurningakönnunar sem lögð var fyrir þá flokka sem tóku þá í kosningafundi SI sem fór fram í Hörpu fyrir skömmu. Í könnuninni var spurt um þá málaflokka sem mest áhrif hafa á samkeppnishæfni. Hér er hægt að nálgast niðurstöður könnunarinnar.

Myndin hér fyrir ofan er af Daða Má Kristóferssyni sem var fulltrúi Viðreisnar á kosningafundi SI.

Innviðir

Svor-Innvidir

  1. Breyta samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í eitt innviðaráðuneyti með því að sameina samgöngu-, skipulags-, húsnæðis- og byggingamál?
  2. Auka fjárfestingar í efnislegum innviðum landsins þannig að staða þeirra verði góð?
  3. Nýta samvinnuleið hins opinbera og einkaaðila við uppbyggingu innviða og flýta þannig þjóðhagslega arðbærri fjárfestingu?
  4. Framlengja átakið „Allir vinna“?
  5. Koma í framkvæmd tillögum átakshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis sem lagðar voru fram 2019 sem og að innleiða umbætur sem OECD lagði til?
  6. Endurskoða lagaumhverfi skipulagsmála til skilvirkari uppbyggingar íbúðarhúsnæðis?  


  • Grænn litur - JÁ
  • Rauður litur - NEI
  • Gulur litur - VIL EKKI SVARA

mbl.is, 17. september 2021.

Fréttablaðið,  17. september 2021.

Byggingar, 17. september 2021.