Fréttasafn13. maí 2024 Almennar fréttir Mannvirki Samtök rafverktaka

Vorferð Félags löggiltra rafverktaka á Suðurlandi

Vorferð Félags löggiltra rafverktaka, FLR, sem eru aðilar að Sart, var farin föstudaginn 3. maí sl. Um það bil 40 voru í ferðina sem að þessu sinni var farin um Suðurland. Byrjað var á að heimsækja Írafossvirkjun þar sem hópurinn fékk góða leiðsögn frá Guðmundi Finnbogasyni sem sagði frá virkjuninni og var saga virkjana í Soginu rakin.

Frá Írafossvirkjun lá leiðin á Selfoss þar sem Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Árvirkjans, tók á móti hópnum og bauð upp á veitingar. Því næst var nýi miðbærinn á Selfossi skoðaður undir leiðsögn Guðjóns og að lokum bauð Þorvaldur Guðmundsson fyrir hönd Reykjafells ferðalöngum til glæsilegs kvöldverðar á Hótel Selfoss áður en haldið var til Reykjavíkur að áliðnu kvöldi.

Skemmtinefnd FLR, þeir Pétur H. Halldórsson, Hafþór Ólason og Róbert E. Jensson, sáu um skipulagningu ferðarinnar og þess má geta að Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósþráðarins, sá um að keyra hópinn á rútu frá ME Travel.

Á vef Sart er hægt að nálgast myndir frá ferðinni.

20240503_181745