Fréttasafn



23. okt. 2024 Almennar fréttir Efnahagsmál Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Yfir 20% vöxtur í útflutningi hugverkaiðnaðar

Útflutningur tækni- og hugverkaiðnaði fyrstu 8 mánuði ársins nam ríflega 193 mö.kr. og jókst um 21% frá sama tímabili í fyrra skv. nýjum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag. 

Samtök iðnaðarins telja að ef árið verði í heild með sama vexti muni greinin skapa um 320 mö.kr. í útflutningstekjur á þessu ári. Greinin er að ná útflutningi sjávarútvegs sem nam 222 mö.kr. á fyrstu 8 mánuðum þessa árs. 

Í gögnum Hagstofunnar kemur fram að misjafn gangur hafi verið í helstu atvinnugreinum landsins í júlí og ágúst 2024 samanborið við sömu mánuði árið 2023. Af 12 stærstu greinum hagkerfisins jókst velta mest í tækni- og hugverkaiðnaði, veitustarfsemi og byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 

Gögnin sýna að öðru máli gegndi um tækni- og hugverkaiðnað þar sem velta jókst um 16% á milli ára. Ástæðan var einkum mikill vöxtur í meðal- og hátækniframleiðslu en þar jókst velta um tæplega 43% sem einkum mátti rekja til aukinnar lyfjaframleiðslu og framleiðslu á tækjum og vörum til lækninga. Þá var einnig ágætur vöxtur í hugbúnaðargerð (13%) og hátækniþjónustu (10%). 

Hugverkaidnadur_voxtur-2024