Fréttasafn19. maí 2022 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Innviðir Mannvirki

Yngri ráðgjafar frumsýna nýtt kynningarmyndband

Yngri ráðgjafar, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, munu frumsýna nýtt kynningarmyndband um ráðgjafarverkfræðinginn miðvikudaginn 25. maí í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 kl. 17.00-19.00. Stjórn Yngri ráðgjafa hefur unnið að gerð myndbandsins síðan í janúar á þessu ári og er nú komið að frumsýningu myndbandsins sem ætlað er til kynningar á starfi ráðgjafarverkfræðingsins á framhalds- og háskólastigi.

Síðar á sama viðburði mun Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, segja frá starfi sínu sem verkfræðingur og verður erindi hennar í Mentor-formi.

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á viðburðinum stendur.

Hér er hægt að skrá sig.