Fréttasafn8. des. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Menntun

Yngri ráðgjafar kynna starf ráðgjafarverkfræðingsins

Fulltrúar Yngri ráðgjafa, sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, kynntu starf ráðgjafarverkfræðingsins hjá verkfræðistofum landsins fyrir nemendum á fyrsta ári í iðn- og tæknifræði við Háskólann í Reykjavík 7. desember sl. sem og fyrir útskriftarnemendum við Menntaskólann við Sund 27. nóvember sl. Það voru þau Bjarni Grétar Jónsson, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir og Valdimar Ingi Jónsson sem sitja í stjórn Yngri ráðgjafa sem sáu um kynningarnar og sögðu meðal annars frá starfsemi Yngri ráðgjafa, sínum daglegu og fjölbreyttu störfum hjá verkfræðistofunum og sýndu kynningarmyndband Yngri ráðgjafa sem nálgast má hér fyrir neðan.

Góðar og skemmtilegar samræður mynduðust í báðum heimsóknum meðal áhugasamra nemenda og fulltrúa Yngri ráðgjafa að lokinni kynningu og ljóst að nemendurnir höfðu áhuga á störfum verkfræðistofa landsins. Þá sögðu fulltrúar Yngri ráðgjafa frá Instagram síðu sinni undir heitinu @yngriradgjafar en hún inniheldur efni frá daglegum störfum ungra verkfræðinga og voru nemarnir hvattir til að fylgjast með síðunni.

Image00002_1702025489984

Image00003_1702025505774

Image00004_1702025524325


Hér er hægt að nálgast Instagram YR: https://www.instagram.com/yngriradgjafar/

Hér er hægt að nálgast kynningarmyndband YR:

https://vimeo.com/715148061