Fréttasafn20. mar. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Yngri ráðgjafar kynntu starf ráðgjafarverkfræðinga

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga tóku þátt í sýningunni Mín framtíð sem fór fram í Laugardalshöllinni samhliða keppni í Íslandsmóti iðn- og verkgreina. 22 faggreinar voru skráðar til leiks í keppni og 10 greinar til viðbótar kynntu sig. Grunnskólanemar fengu því að kynnast starfi ráðgjafarverkfræðinga.

Á myndinni eru talið frá vinstri Hlín Vala Aðalsteinsdóttir hjá Verkís, Iðunn Daníelsdóttir hjá Mannviti og Vignir Val Steinarsson hjá Hnit.