Fréttasafn15. okt. 2021 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Innviðir Mannvirki

Yngri ráðgjafar skoða Nýja Landspítalann

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga heimsóttu Nýja Landspítalann í vikunni. Eykt, aðalverktaki sem sér um uppsteypuna, tók á móti hópnum og bauð upp á vettvangsskoðun um framkvæmdasvæðið. Í kjölfarið hlýddu Yngri ráðgjafar á kynningar frá verktaka og hönnuðum. Áður en erindin hófust bauð Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Yngri ráðgjafa, gesti velkomna og sagði stuttlega frá helstu störfum Yngri ráðgjafa. Tómas J. Þorsteinsson hjá Eykt sagði frá framkvæmdunum, Bjartur Guangze Hu hjá VSÓ hélt kynningu um stofnlagnir og rörpóstkerfi, Sigríður Ósk Bjarnadóttir hjá VSÓ hélt erindi um umhverfisáhrif og flókin verkefni, Einar Vilmarsson kynnti varaaflskerfi spítalans og að lokum sagði Kristín Ósk Þórðardóttir hjá Lotu frá lýsingahönnun spítalans.

Photo-14.10.2021-17-03-28

Photo-14.10.2021-16-57-37

Photo-14.10.2021-16-27-57

Sandra-Ran-Asgrimsdottir-formadur-YRSandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður Yngri ráðgjafa.

Kristin-Osk-Thordardottir-LotaKristín Ósk Þórðardóttir, Lota. 

Bjartur-Guangze-Hu-VSOBjartur Guangze Hu, VSÓ. 

Tomas-J.-Thorsteinsson-EyktTómas J. Þorsteinsson, Eykt. 

Einar-Vilmarsson-LotaEinar Vilmarsson, Lota. 

Sigridur-Osk-Bjarnadottir-VSOSigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ. 

Heimsokn

Photo-14.10.2021-18-16-37