Yngri ráðgjafar skoða Nýja Landspítalann
Yngri ráðgjafar (YR), deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, stóðu fyrir skoðunar- og kynningarferð um Nýja Landspítalann, NLSH. Skoðunarferðin var um nýja meðferðarkjarnann á NLSH þar sem ný bráðamóttaka, röntgendeild, legudeild, apótek og fleiri starfsemi verður. Húsið er um 71.000 m2 og áætluð verklok 2028-2029.
Gísli Georgsson, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá NLSH, hélt þar á eftir kynningu um NLSH ohf. þar sem hann meðal annars fór yfir sögu félagsins og áform næstu ára. Gísli fór yfir ýmis tæknileg atriði í tengslum við uppbyggingu Nýs Landspítala þar sem meðal annars var rætt um burðarvirkjahönnun, lagnaleiðir, fjarskipta- og stýrikerfi, hugbúnaðarkerfi, sjálfvirkni og gervigreind.
Skoðunarferðin var vel sótt en um 40 yngri ráðgjafar mættu á NLSH.
Stjórn YR, talið frá vinstri, Ingimar Sveinsson, Baldur Reykdal, formaður, Hulda Kristín Helgadóttir, Júlíus Waage og Nína María Hauksdóttir. Á myndina vantar Magdalenu Guðrúnu Bryndísardóttur.