Fréttasafn



16. okt. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Iðnaður og hugverk Mannvirki

Yngri ráðgjafar skoða stækkun Norðuráls á Grundartanga

Yngri ráðgjafar, deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, stóð fyrir vettvangsferð fyrir félagsmenn sína í Norðurál á Grundartanga þar sem stækkun álversins var skoðuð. Á móti hópnum tóku Hannibal Ólafsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, og Steinar Ólafsson, rafiðnfræðingur hjá Lotu.

Stækkun álversins á Grundartanga er umfangsmikil framkvæmd á vegum Norðuráls og mun ný bygging rísa og hýsa nýja framleiðslulínu Norðuráls sem mun auka verðmæti framleiðslunnar án þess að framleitt verði meira af áli en áður, þ.e. verið er að auka á virði núverðandi framleiðslu. Um er að ræða fjárfestingu upp á um 16 milljarða króna og munu um 80-90 störf skapast á framkvæmdatíma að ótöldum afleiddum störfum. Um 40 ný varanleg störf hjá Norðuráli verða til þegar framleiðsla hefst. Steypuskálin hefur risið og er verið að vinna að framkvæmdum að innan og uppsetningu búnaðar. Stefnt er að því að hefja rekstur á nýrri framleiðslulínu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Nánar má lesa um framkvæmdina á heimasíðu Norðuráls hér.

Yngri ráðgjafar fengu með heimsókn sinni einstakt tækifæri til þess að fá að fylgjast með umfangsmiklum framkvæmdum við stækkun stóriðju á Íslandi og var vel tekið í eftirfylgnisheimsókn þegar nær drægi verklokum til að fylgja eftir fyrri heimsókn. Hannibal og Steinari voru færðar þakkir fyrir áhugaverða kynningu á framkvæmdinni.

Image00009_1697462903544

Image00013_1697462932629

Image00020_1697462962616

Image00022_1697462986457

Image00025_1697463007670