Yngri ráðgjafarverkfræðingar kynna starf sitt í HR
Yngri ráðgjafar, deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, héldu nýverið kynningu fyrir iðn- og tæknifræðinema á 1. ári í Háskólanum í Reykjavík. Þau sögðu frá þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru innan verkfræðistofanna á hinum ýmsu sviðum. Meðal þess sem farið var yfir voru umhverfis- og sjálfbærnimál, rafmagnshönnun og stjórnkerfi, samgöngur, burðarvirki, jarðtækni og jarðvarmi. Þá var sagt frá starfi Yngri ráðgjafa en hlutverk þeirra er m.a. að stuðla að nýliðun og tengslamyndun ungra ráðgjafarverkfræðinga (þ.e. yngri en 40 ára). Nemendur voru áhugasamir og góðar umræður mynduðust.
Þau sem önnuðust kynninguna voru Baldur Reykdal, VSÓ ráðgjöf, Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, Verkís, Nína María Hauksdóttir, Cowi, Ingimar Sveinsson, Hnit, og Tryggvi Þór Logason, Eflu.