Yngri ráðgjöfum boðið í heimsókn til Steypustöðvarinnar
Steypustöðin býður félagsmönnum Yngri ráðgjafa sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga í heimsókn til að kynna sér framleiðslu og starfsemi félagsins fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl. 16.30-18.30 að Malarhöfða 10, Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Steypustöðin er á sterkri vegferð í sjálfbærnimálum og þar má til að mynda nefna þróun þeirra á notkun íauka í steinsteypu sem er skipt út fyrir hluta sements og notkun flugöskusements sem lækkað getur kolefnisspor steypunnar um allt að 20% að jafnaði. Enn fremur er aukin áhersla lögð á hringrásarhagkerfið í allri starfsemi fyrirtækisins auk rafvæðingu flotans sem hefur brotið blað í sögu byggingaiðnaðarins hér á landi en stefnt er á að 70% tækjaflotans verði rafknúinn að hluta eða öllu leyti fyrir árið 2032.
Hér er hægt að skrá sig.