FréttasafnFréttasafn: nóvember 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

4. nóv. 2011 : Hönnun eykur samkeppnisforskot fyrirtækja

Ráðstefna og sýning í tengslum við verkefnið Hönnun í útflutning

verður haldin í  höfuðstöðvum Arion Banka 9. nóvember nk. milli kl. 9:30 – 13:30. Á ráðstefnunni mun Anders Fanö frá Dansk Design Center, fjallar um reynslu DDC af þeirri verðmætasköpun sem felst í samstarfi hönnuða og fyrirtækja auk þess sem Thomas Harrit frá hinni margverðlaunuðu hönnunarstofu Harrit-Sörensen ApS segir frá árangursríkum verkefnum fyrirtækisins.

2. nóv. 2011 : SI og forseti Íslands heimsækja FSu og fyrirtæki

Samtök iðnaðarins og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsóttu Fjölbrautarskóla Suðurlands og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði í gær. Örlygur Karlsson skólameistari FSu tók á móti Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra SI og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og sýndi þeim m.a. annars Hamar, verknámshús skólans þar sem þeim gafst tækifæri til að spjalla við nemendur.

2. nóv. 2011 : Mentor hlýtur Nýsköpunarverðlaunin 2011

Mentor hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2011 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af frumkvöðlum fyrirtækisins veitt verðlaununum viðtöku ásamt starfsfólki sínu.  

2. nóv. 2011 : Vaxtahækkun ekki í takt við efnahagsveruleika

Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivesti um 0,25 prósentur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þessi ákvörðun bankans hafi komið verulega á óvart og sé ekki í takt við það sem búist var við eða sé í takti við það sem undirliggjandi efnahagsástand gefi tilefni til.

2. nóv. 2011 : Úthlutun fjár til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar 2011

Mánudaginn sl. afhenti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í fyrsta sinn vilyrði fyrir styrkjum til vinnustaðanáms. Um er að ræða styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.

Síða 2 af 2