Ársfundur Framleiðsluráðs SI
Ársfundur Framleiðsluráðs SI var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica 26. apríl. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, bauð fundargesti velkomna og flutti upphafsávarp. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, flutti erindi um græna iðnbyltingu og áherslumál SI á árinu. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, greindi frá stöðu og horfum í framleiðsluiðnaði. Fráfarandi formaður Framleiðsluráðs SI, Stefán Magnússon hjá CCEP, flutti ávarp og sagði frá störfum ráðsins á árinu og síðustu ár.
Á ársfundinum var nýtt ráð skipað en í því sitja Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar og formaður ráðsins, Einar Sveinn Ólafsson, Ískalk, Sigurður Gunnarsson, Ístex, Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet Oddi, Guðrún Halla Finnsdóttir, Norðurál, Andri Daði Aðalsteinsson, Límtré-Vírnet, og Reynir Bragason, Össur.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Myndir/Heiða.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI.
Stefán Magnússon hjá CCEP og fráfarandi formaður Framleiðsluráðs SI.