Endurkjörin stjórn Félags rafverktaka á Suðurlandi
Aðalfundur Félags rafverktaka á Suðurlandi, FRS, var haldinn á Hótel Selfossi í gær. Á fundinum var stjórnin endurkjörin en hana skipa Magnús Gíslason formaður, Guðjón Guðmundsson gjaldkeri, Sölvi Ragnarsson meðstjórnandi og Hermann Jónsson, varamaður.
Á fundinum fjallaði Ingólfur Bender , aðalhagfræðingur SI, um stöðu og þróun byggingariðnaðar og mannvirkjagerðar út frá nýútkominni skýrslu Samtaka iðnaðarins um starfsuhverfi fyrirtækja.
Einnig fjallaði Ólafur Jónsson, forstöðumaður Nemastofu atvinnulífsins, um rafræna ferilibók og birtingarskrá.
Í lok fundar var Þorgils Gunnarssyni þökkuð góð störf fyrir félagið en hann gekk úr stjórn á síðasta aðalfundi eftir 24 ára stjórnarsetu.
Að fundi loknum bauð Fagkaup fundarmönnum í kvöldverð á Hótel Selfossi.
Guðjón Guðmundsson, gjaldkeri félagsins, kynnti ársreikning félagsins.
Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi um stöðu og þróun byggingariðnaðar.
Fagkaup bauð fundarmönnum í kvöldverð á Hótel Selfossi, talið frá vinstri, Haukur Guðmundsson, Hjörleifur Stefánsson, Ragnar Ólafsson, Guðjón Guðmundsson, Sölvi Ragnarsson, Magnús Gíslason, Þorgils Gunnarsson og Ingólfur Bender. Í glugganum má sjá spegilmynd Kristjáns D. Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra SART.