Fréttasafn



29. nóv. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Fjölmennt á Tækni- og hugverkaþingi SI í Hörpu

Fjölmennt var á Tækni- og hugverkaþingi SI sem haldið var í Norðurljósum í Hörpu í gær. Á þinginu flutti Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, opnunarávarp. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flutti erindi með yfirskriftinni Fréttir úr framtíðinni. Fulltrúar fimm atvinnugreina sem tilheyra íslenskum hugverkaiðnaði kynntu sína starfsgrein. Fyrir gagnaversiðnaðinn talaði Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers. Fyrir upplýsingatækniiðnaðinn talaði Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo. Fyrir líf- og heilbrigðistækniiðnaðinn talaði Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís. Fyrir tölvuleikjaiðnaðinn talaði Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games. Fyrir kvikmyndaiðnaðinn talaði Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, kynnti því næst aðgerðir í þágu nýsköpunarumhverfisins sem koma í kjölfar nýrrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem kynnt var í haust. Að loknu erindi ráðherra stýrði Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI, pallborðsumræðum þar sem ræddu saman Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP en hann kom í stað ráðherra sem ekki gat tekið þátt í umræðunum. 

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri.

Myndir

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir.

Si_hugverkathing_2019-37Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI.

Si_hugverkathing_2019-3Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

Si_hugverkathing_2019-8Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Si_hugverkathing_2019-15Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.

Si_hugverkathing_2019-19Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo.

Si_hugverkathing_2019-23Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís.

Si_hugverkathing_2019-27Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games.

Si_hugverkathing_2019-29Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.

Si_hugverkathing_2019-33Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.


Si_hugverkathing_2019-39Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI.

Si_hugverkathing_2019-46Umræður.

Si_hugverkathing_2019-41Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Si_hugverkathing_2019-45Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Si_hugverkathing_2019-47Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Si_hugverkathing_2019-2

Glærur

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers.

Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo.

Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games.

Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Myndbönd

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast myndbönd fundarins.

 

Umfjöllun

Markaðurinn, 27. nóvember 2019. 

Morgunútvarpið Rás 2, 28. nóvember 2019.

mbl.is, 28. nóvember 2019.

Kjarninn , 28. nóvember 2019.

RÚV, 28. nóvember 2019.

Fréttir RÚV, 28. nóvember 2019.

Viðskiptablaðið, 6. desember 2019.

Viðskiptablaðið, 8. desember 2019.

Auglýsingar

Auglysing_loka_1575024589158

Taekni-og-hugverkathing-SI_thatttakendur