Fréttasafn9. feb. 2024 Almennar fréttir Félag pípulagningameistara Mannvirki Samtök rafverktaka

FP og SART hafa tekið saman leiðbeiningar vegna hitaveitu

Af gefnu tilefni hafa Félag pípulagningameistara og Samtök rafverktaka tekið saman leiðbeiningar til íbúa sem að kunna að lenda í tímabundinni skerðingu á hitaveitu vegna náttúruhamfara á Reykjanesinu. Frostskemmdir í húsum fara fyrst að gera vart við sig ef húshiti fer niður fyrir 4 gráður. Við núverandi veðurfar er almennt hægt að gera ráð fyrir að slík kólnun eigi sér stað í húsum eftir 3-4 daga án hita.

Það sem m.a. kemur fram í leiðbeiningunum er að til viðmiðunar um kulda í húsum sé hægt að setja upp hitamæla eða setja glas með vatni á gólf við útvegg til að fylgjast með því hvort vatn sé farið að hríma.

Til viðbótar hefur Félag pípulagningameistara gefið út leiðbeiningar í forvarnarskyni til húseigenda þar sem vakin er athygli á atriðum sem geta forðað vatnstjóni.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningarnar á vef HS veitna.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar á vef HS veitna um þjónusturof vegna náttúruhamfara.