Fréttasafn



12. jan. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Kamút-súrdeigsbrauð Gunnars Jökuls er Brauð ársins

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi sigraði í keppninni Brauð ársins 2023 en Landsamband bakarameistara stóð fyrir keppninni á síðasta ári. Alls bárustu 17 brauðtegundir sem kepptu til úrslita í keppninni en dómnefnd var einróma í áliti sínu að kamút-súrdeigsbrauð Gunnars Jökuls Hjaltasonar, bakara hjá Mosfellsbakaríi, færi með sigur af hólmi.

Brauð ársins 2023 fer í sölu í dag hjá bakaríum Landssambands bakarameistara. 

Á vef Landssambands bakarameistara segir að Kamút-hveiti (Khorasanhveiti) sé lífrænt heilmalað hveiti og einstaklega bragðgott þar sem það er smjörkennt með ögn hnetukeim. Hveitið sé með hærra næringargildi en hefðbundið hveiti og um 20-40% hærra próteininnihald. Brauðið sé því einstaklega bragðgott súrdeigsbrauð með chiafræjum og haframjöli. Þá kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega um uppruna kamút-eða Khorasanhveitis en sögur hermi að hveititegundin hafi meðal annars fundist í grafhýsi Tutankhamun, konung Egypta sem uppi var á 14. öld fyrir Krist.

Gunnar Jökull Hjaltason hjá Mosfellsbakaríi með brauðið sem sigraði í keppninni.