Fréttasafn5. feb. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Kynntu mannauðs- og færniþörf í hugverkaiðnaði á UT messunni

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir, verkefnastjóri í mennta- og mannauðsmálum hjá SI, og Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, héldu erindi á UT messunni sem haldin var í Hörpu. Í erindinu fjölluðu þær um mannauðs- og færniþörf sem fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði standa frammi fyrir í dag og á næstu fimm árum. Í erindinu kom fram að gríðarleg vaxtatækifæri séu enn fyrir hendi í hugverkaiðnaði og að iðnaðinum hafi vaxið fiskur um hrygg á síðasta áratug. Einnig greindu þær frá því að SI hafi spáð því að útflutningstekjur í iðnaðinum hafi verið 280 milljarðar króna árið 2023 og að það sé þreföldun útflutningstekna á einum áratug.

Í erindi sínu fóru þær yfir nýja greiningu SI sem byggir á könnun sem gerð var meðal stjórnenda fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan raða SI en könnunin leiðir meðal annars í ljós að stjórnendur vænti 77% fjölgunar starfsfólks í tækni- og hugverkaiðnaði á næstu 5 árum. Einnig nefndu þær að fyrri greining SI þar sem kemur fram að 9.000 sérfræðinga vanti til starfa í tækni-og hugverkaiðnaði á næstu fimm árum ef vaxtaáætlanir fyrirtækjanna eigi að ná fram að ganga standi því enn. 

Hér er hægt að nálgast glærur Huldu og Nönnu. 

IMG_0254-002-

IMG_0267-002-Nanna Elísa Jakobsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.