Fréttasafn



30. ágú. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara Starfsumhverfi

Látið viðgangast að ófaglært fólk stundi svarta atvinnustarfsemi

Sigurdur-Mar-2018„Á Íslandi eru öll skilyrði fyrir hendi til að koma upp einfaldasta og skilvirkasta handiðnaðarkerfi í öllum heiminum sem yrði til mikilla hagsbóta fyrir alla. Í staðinn er látið viðgangast að ófaglært fólk stundi svarta atvinnustarfsemi,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari í Bernhöftsbakaríi og formaður Landssambands bakarameistara, í frétt Morgunblaðsins. 

Ekkert eftirlit

Í frétt Morgunblaðsins segir Sigurður: „Þrátt fyrir að ákvæði í stjórnarskránni kveði á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum,“ og bætir við og tekur undir gagnrýni SI um að eftirlit lögreglu með því að eigendur fyrirtækja reki þau á löglegan hátt sé lítið sem ekki neitt. „Eftirlitið er ekkert orðið á Íslandi með nokkrum sköpuðum hlut. Lögreglan reynir bara að koma þessum málum frá.“ 

Mikill bílskúrsbakstur og Facebook-bakstur

Jafnframt segir Sigurður í frétt Morgunblaðsins að ýmislegt þrífist í skugganum. „Það er orðinn mjög mikill bílskúrabakstur og Facebook-bakstur og það er látið viðgangast.“ Hann segir metaðsókn ungs fólks að bakaranámi um þessar mundir enda fái það prófgráðu sem veiti starfsrétttindi. „Það má spyrja sig að því hvort það er orðinn mikilll hvati að læra þetta.“ 

Þá segir í fréttinni að varðandi fyrirkomulag á umgjörð iðngreina horfi Sigurður til Þýskalands, Póllands og Tékklands þar sem sé að finna flestar löggiltar iðngreinar í Evrópu til að koma í veg fyrir fúsk og tjón neytenda.

Morgunblaðið / mbl.is, 30. ágúst 2023. 

Morgunbladid-30-08-2023