Mikill áhugi á samræmdri aðferðarfræði kostnaðaráætlana
Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) stóð fyrir fundi um samræmda aðferðafræði við gerð kostnaðaráætlana í Húsi atvinnulífsins í gær. Fundurinn var afar vel sóttur og ljóst að mikill áhugi er til staðar á málefninu meðal opinberra verkkaupa og fyrirtækja í mannvirkjaiðnaði.
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV og sviðsstjóri tækniþróunar hjá COWI, opnaði fundinn og sagði frá samstarfsverkefni FRV, Samtaka arkitektastofa og Mannvirkis – félags verktaka en félögin unnu og kynntu árið 2022 aðferðafræði við gerð kostnaðaráætlana sem nálgast má á vefsíðunni www.kostnadur.is. Verkefnið hlaut styrk úr Framfarasjóði Samtaka iðnaðarins. Sandra sagði frá því að hér á landi hafi tíðkast að verkkaupar styðjist við ólíka aðferðafræði í þessum efnum og hagaðilar hafi verið sammála um þörfina á úrbótum til að hífa upp gæði kostnaðaráætlana, tryggja samræmdan skilning aðila og um leið traust og bætt samskipti þeirra sem að verklegum framkvæmdum koma.
Þá kynnti Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstóri bygginga hjá Eflu og stjórnarmaður í FRV, aðferðafræðina og svaraði spurningum fundargesta.
Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður FRV og sviðsstjóri tækniþróunar hjá COWI, og Ólafur Ágúst Ingason, sviðsstóri bygginga hjá Eflu og stjórnarmaður í FRV.