Fréttasafn



22. apr. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Landssamband bakarameistara

Ný stjórn Landssambands bakarameistara

Aðalfundur Landssambands bakarameistara, Labak, var haldinn í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 18. apríl sl.

Á fundinum var kosin ný stjórn félagsins. Sigurður Már Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi var endurkjörinn formaður félagsins og með honum í stjórn eru Sigurbjörg Sigþórsdóttir hjá Bakarameistaranum og Sigurður Örn Þorleifsson hjá Bæjarbakaríi. Sæti varamanna í stjórn skipa þeir Ingibergur Sigurðsson hjá Sveinsbakaríi og Vilhjálmur Þorláksson hjá Gæðabakstri/Ömmubakstri.

Á aðalfundinum var farið yfir starf félagsins fyrir komandi starfsár en stór verkefni eru á döfinni, m.a. heimsmeistaramót ungra bakara sem Labak mun standa fyrir í sumar að ósk alþjóðasamtaka bakara og kökugerðarmanna, UIBC. Þá sköpuðust líflegar umræður á fundinum um starfsskilyrði bakaraiðnaðar og framtíðarhorfur hins gamalgróna félags sem Landssamband bakarameistara er.