Fréttasafn29. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Samtök leikjaframleiðenda

Nýr formaður IGI

Aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, var haldinn síðastliðinn miðvikudag að loknum opnum rafrænum fundi um framtíðarhorfur og tækifæri í tengslum við uppbyggingu tölvuleikjaiðnaðar hér á landi.

Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games, var kosinn formaður IGI á aðalfundinum en hann tekur við af Vigni Erni Guðmundssyni frá CCP. Þorgeir er á myndinni hér fyrir ofan.

Nýjar hagtölur tölvuleikjaiðnaðar voru kynntar á opna viðburðinum og áttu sér stað áhugaverðar pallborðsumræður um stöðu, horfur og áskoranir í tölvuleikjaiðnaði. Nýr vefur IGI var einnig opnaður.

Birgir Ísleifur Gunnarsson, ljósmyndari, tók myndir á rafræna fundinum sem sendur var út frá Grósku í Vatnsmýrinni.

Si_igi_groska-1Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri.

Si_igi_groska-2

Vignir Örn Guðmundsson, fráfarandi formaður IGI, fór yfir hagtölur leikjaiðnaðarins og opnaði nýjan vef samtakanna.

Si_igi_groska-7Vignir stýrði pallborðsumræðum með þátttöku Hilmars Veigars Péturssonar, Sigurlínu Ingvarsdóttur, Þorgeirs F. Óðinssonar og Maríu Guðmundsdóttur.

Si_igi_groska-8Sigurlína Ingvarsdóttir, framleiðandi hjá Bonfire Studios.

Si_igi_groska-9Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.

Si_igi_groska-10María Guðmundsdóttir, forstjóri Parity.

Si_igi_groska-12_1611932581339Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games og nýr formaður IGI.

Si_igi_groska-13

Si_igi_groska-14

Si_igi_groska-15

Si_igi_groska-16

Si_igi_groska-17

Si_igi_groska-18

Si_igi_groska-19