Nýr formaður IGI
Aðalfundur Samtaka leikjaframleiðenda, IGI, var haldinn síðastliðinn miðvikudag að loknum opnum rafrænum fundi um framtíðarhorfur og tækifæri í tengslum við uppbyggingu tölvuleikjaiðnaðar hér á landi.
Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games, var kosinn formaður IGI á aðalfundinum en hann tekur við af Vigni Erni Guðmundssyni frá CCP. Þorgeir er á myndinni hér fyrir ofan.
Nýjar hagtölur tölvuleikjaiðnaðar voru kynntar á opna viðburðinum og áttu sér stað áhugaverðar pallborðsumræður um stöðu, horfur og áskoranir í tölvuleikjaiðnaði. Nýr vefur IGI var einnig opnaður.
Birgir Ísleifur Gunnarsson, ljósmyndari, tók myndir á rafræna fundinum sem sendur var út frá Grósku í Vatnsmýrinni.
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, var fundarstjóri.
Vignir Örn Guðmundsson, fráfarandi formaður IGI, fór yfir hagtölur leikjaiðnaðarins og opnaði nýjan vef samtakanna.
Vignir stýrði pallborðsumræðum með þátttöku Hilmars Veigars Péturssonar, Sigurlínu Ingvarsdóttur, Þorgeirs F. Óðinssonar og Maríu Guðmundsdóttur.
Sigurlína Ingvarsdóttir, framleiðandi hjá Bonfire Studios.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
María Guðmundsdóttir, forstjóri Parity.
Þorgeir F. Óðinsson, framkvæmdastjóri Directive Games og nýr formaður IGI.