Ónóg fjárfesting í samgönguinnviðum landsins
Samtökin hafa áhyggjur af ónógri fjárfestingu í samgönguinnviðum landsins og telja mikilvægt að unnið sé á mikilli uppsafnaðri viðhaldsþörf til að tryggja samkeppnishæfni við önnur samanburðarríki. Þetta kemur fram í umsögn sem Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa sent á nefndarsvið Alþingis um samgönguáætlun 2024-2038. Í umsögninni segir að ekki eigi að fara með meira en rétt ríflega 12 ma.kr. í viðhald á næsta ári samkvæmt áætluninni en þörf sé hins vegar fyrir a.m.k. 16 ma.kr.
Þá kemur fram að gæði samgönguinnviða sé umtalsvert lakari hér á landi en þeirra þjóða sem við berum okkur saman við.
Hér er hægt að nálgast umsögnina í heild sinni.