Fréttasafn3. okt. 2019 Almennar fréttir Efnahagsmál Mannvirki

Samdráttur kemur fram í fækkun fullbúinna íbúða 2020-2021

„Einkenni samdráttar sjást nú víða í hagkerfinu, þar með talið á íbúðamarkaði. Í byggingu nýrra íbúða eru samdráttareinkennin sýnilegust á fyrstu byggingarstigum. Samdráttur er í byggingarefni sem nýtt er á þessum byggingarstigum en nú mælist um 20-30% samdráttur í sölu á sementi og steypustyrktarjárni svo dæmi sé tekið. Ríflega 18% samdráttur er í íbúðum í byggingu að fokheldu samkvæmt talningu Samtakaiðnaðarins. Viðbúið er að þessi samdráttur komi fram í fækkun fullbúinna íbúða en spá SI hefur verið lækkuð í ljósi þessara talna og er nú reiknað með samdrætti í fullbúnum íbúðum á milli áranna 2020 og 2021,“ sagði Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, á fundi sem Félag viðskipta- og hagfræðinga hélt í samstarfi við Samtök iðnaðarins um stöðuna á íbúðamarkaði.

Þarf aukinn stöðugleika

Á fundinum kom fram að hagsveiflan birtist margföld í byggingariðnaði og mannvirkjagerð. „Fyrirtæki í greininni hafa sýnt mikla aðlögunarhæfileika í þeim miklu efnahagssveiflum sem einkennt hafa umhverfi hennar hér á landi. Greinin þarf, líkt og hagkerfið allt, aukinn stöðugleika. Mikilvægt er nú að beita tækjum hagstjórnar til að milda niðursveifluna. Lækka þarf vexti frekar og nýta hagstjórnartæki hins opinbera til þess að draga úr samdrættinum og undirbyggja hagvöxt næstu ára. Þörf er á að klára þau mikilvægu verkefni sem komu fram í 40 tillögum sem átakshópur um aðgerðir til að bæta stöðu íbúðamarkaðarins skilaði af sér í upphafi árs. Einfaldara regluverk, skilvirkari stjórnsýsla og bætt upplýsingagjöf hjálpar til við að halda kostnaði niðri og að bregðast hratt við breyttum aðstæðum,“ sagði Ingólfur.

Ein af hverjum fimm íbúðum í byggingu í póstnúmeri 101

Ingólfur sagði vissan markaðsbrest vera í framboði nýrra íbúða um þessar mundir. „Áhersla hefur verið mikil af hálfu sveitarfélaga á uppbyggingu í þéttingareitum sem lýsir sér í því að ríflega helmingur allra íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum þess er á slíkum reitum. Af þeim er ríflega ein af hverjum fimm í einu póstnúmeri, þ.e. 101. Umtalsverð spurn virðist hins vegar eftirhagkvæmum íbúðum en þar er lítið framboð og skortur.“ 

Fundur-02-10-2019-6-Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs, og Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í FVH.

Fundur-02-10-2019-5-

Hér er hægt að nálgast glærur Ingólfs á fundinum.

Hér er hægt að nálgast myndir frá fundinum.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast umfjöllun um fundinn og viðtöl við Ingólf:

Hádegisfréttir RÚV , 2. október 2019.

Kvöldfréttir RÚV, 2. október 2019.

Kvöldfréttir Stöðvar 2, 2. október 2019.

Vísir, 2. október 2019.

Morgunblaðið, 3. október 2019.

Morgunbladid-03-10-2019