Fréttasafn



7. ágú. 2024 Almennar fréttir Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Skortur á námsgögnum við hæfi

Íris Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja og stofnandi Evolytes, ræðir námsgagnagerð og íslenska menntakerfið við Hólmfríði Maríu í Dagmálum á mbl.is. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að sáralitlu fjármagni sé varið í námsgagnagerð og -þróun hér á landi og að íslensk börn skorti námsgögn við hæfi á sama tíma og frammistöðu þeirra hraki sífellt meira.

Þess má geta að Miðstöð menntunar og skólaþjónusta, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Samtök iðnaðarins og Samtök menntatæknifyrirtækja standa fyrir málstofu 19. ágúst kl. 14-16 í Laugalækjarskóla með yfirskriftinni Íslenskt námsefni - Hvað er til?

Hér er hægt að nálgast viðtalið.

mbl.is, 6. ágúst 2024.