Fréttasafn



18. nóv. 2024 Almennar fréttir Efnahagsmál Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Spurt og svarað um húsnæðismál til að draga úr upplýsingaóreiðu

Samtök iðnaðarins hafa gefið út Spurt og svarað um húsnæðismál og byggingariðnað með það að markmiði að draga úr upplýsingaóreiðu um húsnæðismarkaðinn. Útgáfunni er ætlað að varpa ljósi á staðreyndir þannig að hægt sé að leita lausna í stað þess að tíma sé varið í að takast á um hver vandinn er.

Í útgáfunni er eftirtöldum þrettán spurningum svarað:

  1. Er óvenju mikill hagnaður fyrirtækja í byggingariðnaði?
  2. Eru allir að byggja sem geta haldið á hamri?
  3. Er þensla í byggingariðnaði að halda verðbólgu hárri?
  4. Nýjar íbúðir seljast hægt, er þá ekki nóg byggt?
  5. Eru lánveitingar til íbúðabygginga að aukast?
  6. Var árangursríkt að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna íbúðauppbyggingar?
  7. Kemur lóðaskortur í veg fyrir aukna húsnæðisuppbyggingu?
  8. Er til nóg af lóðum innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins?
  9. Hvað er byggingarhæf lóð?
  10. Er fjöldi byggingarhæfra lóða góður mælikvarði fyrir uppbyggingu í náinni framtíð?
  11. Hvers vegna er ekki verið að byggja á byggingarhæfum lóðum sem eru vissulega tilbúnar?
  12. Er hægt að stytta byggingartíma með einingum?
  13. Er ódýrara að byggja á þéttingarreitum?

Hér er hægt að nálgast Spurt og svarað um húsnæðismál og byggingariðnað.

SI_Spurt-og-svarad_Husnaedismal-og-byggingaridnadur-15-11-2024-1