Styrkur til innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar
Stjórn Félags blikksmiðjueigenda, FBE, hefur afhent innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar 500 þúsund króna styrk sem verja á til aðstoðar við fólk sem býr við krefjandi aðstæður á Íslandi.
Á aðalfundi FBE, fyrir skemmstu, kom fram áskorun frá Jóhanni Helgasyni, félagsmanni, þess efnis að gefa pening til góðgerðamála í stað þess fjármagns sem að öðrum kosti hefði farið í fundahöld á árinu sem ekki hefur verið farið í vegna COVID-19. Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda skorar á önnur félög innan SI að gera slíkt hið sama þar sem funda-kostnaður félaga ætti að vera í lágmarki þetta árið.
Á myndinni má sjá Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, taka við styrknum frá Sigurrósu Erlendsdóttur, sem situr í stjórn FEB. Með þeim á myndinni er Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.