Fréttasafn



21. des. 2020 Almennar fréttir Félag blikksmiðjueigenda Iðnaður og hugverk

Styrkur til innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar

Stjórn Félags blikksmiðjueigenda, FBE, hefur afhent innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar 500 þúsund króna styrk sem verja á til aðstoðar við fólk sem býr við krefjandi aðstæður á Íslandi. 

Á aðalfundi FBE, fyrir skemmstu, kom fram áskorun frá Jóhanni Helgasyni, félagsmanni, þess efnis að gefa pening til góðgerðamála í stað þess fjármagns sem að öðrum kosti hefði farið í fundahöld á árinu sem ekki hefur verið farið í vegna COVID-19. Sævar Jónsson, formaður Félags blikksmiðjueigenda skorar á önnur félög innan SI að gera slíkt hið sama þar sem funda-kostnaður félaga ætti að vera í lágmarki þetta árið.

Á myndinni má sjá Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, taka við styrknum frá Sigurrósu Erlendsdóttur, sem situr í stjórn FEB. Með þeim á myndinni er Guðrún Birna Jörgensen, viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI.