Vel sótt málstofa um íslenskt námsefni
Málstofa um íslenskt námsefni sem haldin var í Laugalækjaskóla í gær var vel sótt en um 100 manns sátu málstofuna auk þess sem hátt í 60 aðilar sýndu námsgögn.
Það voru Samtök menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna, mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís, og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sem stóðu fyrir málstofunni.
Fundarstjóri var Árni Árnason, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
Í upphafi málstofunnar flutti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ávarp.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur málstofunnar:
- Námsgögn eru lykillinn - Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ
- Bókaútgefendur - hornsteinar námsgagnaútgáfu - Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri IÐNÚ útgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda
- Kennarinn í kennslustofunni - Guðbjörg Íris, kennari í Rimaskóla
- Heimasaumaðar lausnir framhaldsskólanna - Súsanna Margrét Gestsdóttir, námsbrautarformaður menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands
- Mikilvægi samfélagslegs frumkvæðis á landsbyggðinni - Huld Hafliðadóttir forstöðukona og stofnandi STEM Húsavík og STEM Ísland
- Nýsköpun í skólastarfi - Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Mixtúru, sköpunar- og upplýsingatæknivers skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur
- Námsefni til framtíðar - Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Framtíð námsgagnagerðar á Íslandi - Íris E. Gísladóttir, stofnandi Evolytes og formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja
- Gervigreind kennd á íslensku og samræmt námsmat - Héðinn Steingrímsson, stofnandi Skákgreind / Affekta
Hér er hægt að nálgast upptöku af málstofunni:
https://www.youtube.com/live/iAOdvvxAYIc
mbl.is, 19. ágúst 2024.
Vísir, 19. ágúst 2024.
Stöð 2, 19. ágúst 2024.