Fréttasafn



20. ágú. 2024 Almennar fréttir Menntun Samtök menntatæknifyrirtækja

Vel sótt málstofa um íslenskt námsefni

Málstofa um íslenskt námsefni sem haldin var í Laugalækjaskóla í gær var vel sótt en um 100 manns sátu málstofuna auk þess sem hátt í 60 aðilar sýndu námsgögn.

Það voru Samtök menntatæknifyrirtækja, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Þróunarsjóður námsgagna, mennta- og barnamálaráðuneytið, Rannís, og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sem stóðu fyrir málstofunni. 

Fundarstjóri var Árni Árnason, sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Í upphafi málstofunnar flutti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ávarp.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur málstofunnar:

  • Gervigreind kennd á íslensku og samræmt námsmat - Héðinn Steingrímsson, stofnandi Skákgreind / Affekta

https://vimeo.com/1000666304

 


Photo-19.8.2024-14-19-44

Photo-19.8.2024-14-16-14

Photo-19.8.2024-14-22-48

Hér er hægt að nálgast upptöku af málstofunni:

https://www.youtube.com/live/iAOdvvxAYIc


mbl.is, 19. ágúst 2024.

Vísir, 19. ágúst 2024.

Stöð 2, 19. ágúst 2024.