Fréttasafn



20. okt. 2022 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki Samtök arkitektastofa

Vel sóttur fræðslufundur um ljósvist í mannvirkjagerð

Félag ráðgjafarverkfræðinga, FRV, og Samtök arkitektastofa, SAMARK, stóðu fyrir vel sóttum fræðslufundi um ljósvist í mannvirkjagerð fyrir skömmu í Húsi atvinnulífsins. Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, var fundarstjóri fræðslufundarins.

Á fundinum fóru dr. Ásta Logadóttir, lýsingarsérfræðingur hjá Lotu ehf., og Örn Erlendsson, verkfræðingur og ljósvistarhönnuður hjá Lisku ehf., yfir það hvað ljósvist væri, hvers vegna hún skiptir máli, hverjar helstu áskoranir ljósvistar væru hér á landi auk þess sem veitt var innsýn í það hvað nágrannalönd okkar væru að gera í ljósvistarmálefnum. Þá var einnig farið yfir nýjar ljósvistaraðferðir og hvað áhrif þær hefðu á vinnu og afurðir sérfræðinga á sviðinu.

Að fræðsluerindi loknu var opnað á umræður fundarmanna og þótti ljóst að mikil vitundarvakning hefur orðið meðal sérfræðinga sem og annarra um ljósvist og mikilvægi hennar í daglegu amstri. Í umræðunum var einnig komið inn á þá vinnu sem leidd væri af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um þessar mundi um breytingu á ljósvistarkafla byggingarreglugerðar og hvers mætti vænta af þeirri vinnu í formi breytinga á henni.

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins. 

Image00010

Image00009

Image00002

Image00005

Image00007

Image00011