Fréttasafn24. jan. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Verklegar framkvæmdir ársins nema 128 milljörðum

Fullt var út að dyrum á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í dag. Þar kynntu fulltrúar 10 opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu. Um er að ræða samtals 128 milljarða króna fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir. Það er 49 milljarða króna hærri upphæð en kynnt var á útboðsþingi síðasta árs þegar upphæðin nam 79  milljörðum króna. Í ár kynna Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrirhugaðar framkvæmdir að upphæð 16,4 milljörðum króna en annars  munar mest um framkvæmdir Isavia, Vegagerðarinnar og Framkvæmdasýslu ríkisins.

Á  útboðsþingi 2017 voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir að upphæð 90,5 milljarðar króna og á útboðsþingi 2016 voru kynntar áformaðar framkvæmdir fyrir tæpa 100 milljarða króna sem var þá veruleg aukning frá árinu á undan.

Hér er hægt að nálgast glærur þingsins.

Fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir opinberra aðila 2019

Reykjavíkurborg

20,0 milljarðar króna

 

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

16,4 milljarðar króna

 

Veitur

8,7 milljarðar króna

 

Landsvirkjun

4,4 milljarðar króna

 

Landsnet

9,2 milljarðar króna

 

Orka náttúrunnar

4,4 milljarðar króna

 

Faxaflóahafnir

2,7 milljarðar króna

 

Isavia

20,5 milljarðar króna

 

Vegagerðin

21,9 milljarðar króna

 

Framkvæmdasýsla ríkisins

19,7 milljarðar króna

 

Samtals

127,9 milljarðar króna

 

Myndir

Á Facebook SI er hægt að skoða fleiri myndir.

Si_utbodsfundur_2019-4

Si_utbodsfundur_2019-8

Si_utbodsfundur_2019-11

Si_utbodsfundur_2019-16

Umfjöllun

Frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2, 24. janúar 2018. 

Framkvæmdir fyrir 128 milljarða - frétt á Vísi, 24. janúar 2018. 

Hverfisbækistöðin færð fljótlega - frétt á mbl.is, 24. janúar 2018.

Uppbygging fyrir 1.900 milljónir í Úlfarsárdal - frétt á mbl.is, 24. janúar 2018.

Verklegar framkvæmdir munu nema 128 milljörðum - frétt á Hringbraut, 24. janúar 2018.

Hið opinbera fer á fullt í framkvæmdir - frétt á mbl.is, 24. janúar 2018.

Verklegar framkvæmdir 2019 munu nema 128 milljörðum - frétt á Eyjunni, 24. janúar 2018.

Sundlaug í Úlfarsársdal og knatthús í Breiðholti stærstu verkefnin - frétt á Vísi, 24. janúar 2018.

Fjárfest fyrir 20 milljarða - frétt á mbl.is, 24. janúar 2018.

Met sett í framkvæmdum hjá Reykjavíkurborg - frétt í Viljanum, 24. janúar 2018.

Fimmtíu milljarða viðbót sögð koma á góðum tíma - frétt á Vísi, 24. janúar 2018. 

Vegur upp niðursveifluna - frétt á mbl.is, 25. janúar 2018.

Framkvæmdir fyrir 128 milljarða - frétt á Frettabladid.is, 25. janúar 2018. 

Led-væðing og Snorrabraut endurhönnuð - frétt á mbl.is, 25. janúar 2018.

Auglýsing

Auglysing-final_1547554518576