Fréttasafn



28. jan. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Fullt út að dyrum á vel heppnuðu Útboðsþingi SI

Fullt var út að dyrum þegar hátt í 200 manns sóttu Útboðsþing SI sem fram fór í Háteig á Grand Hótel Reykjavík síðastliðinn föstudag. Á þinginu kynntu fulltrúar 10 opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir sem samtals nema 79,05 milljörðum króna. Það er nokkuð minna að umfangi en framkvæmdir sem voru kynntar á útboðsþingi 2017 sem nam 90,5 milljörðum króna og á útboðsþingi 2016 voru kynntar áformaðar framkvæmdir fyrir tæpa 100 milljarða króna sem var þá veruleg aukning frá árinu á undan. Fundarstjóri á Útboðsþingi SI síðastliðinn föstudag var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI. 

Fyrirhugaðar framkvæmdir opinberra aðila sem kynntar voru á þinginu

  • Reykjavíkurborg 18 milljarðar króna
  • OR Veitur 6,9 milljarðar króna
  • Orka náttúrunnar 4,31 milljarðar króna
  • Landsvirkjun 8,6 milljarðar króna
  • Landsnet 9 milljarðar króna
  • Framkvæmdasýsla ríkisins 12,9 milljarðar króna
  • Faxaflóahafnir 2,12 milljarðar króna
  • Kópavogsbær 3,72 milljarðar króna
  • ISAVIA 2,5 milljarðar króna
  • Vegagerðin 11 milljarðar króna

Glærur fundarins

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur frummælenda á fundinum:

Reykjavíkurborg  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Kópavogsbær Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri

Veitur  Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri

Landsvirkjun  Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs

Landsvirkjun  Guðmundur Björnsson, deildarstjóri tæknideildar Orkusvið

Landsnet  Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs

Orka náttúrunnar Þórður Ásmundsson, forstöðumaður tækniþróunar

Faxaflóahafnir  Gísli Gíslason, hafnarstjóri

ISAVIA  Maren Lind Másdóttir, deildarstjóri farangurskerfa

Vegagerðin  Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar

Framkvæmdasýsla ríkisins  Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri

Myndir frá þinginu

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá þinginu en á  Facebook síðu SI er hægt að skoða fleiri myndir.

DSC_1337

DSC_1296

DSC_1299

DSC_1297

DSC_1300

DSC_1330