Fréttasafn11. jan. 2023 Almennar fréttir Félag ráðgjafarverkfræðinga Mannvirki

Kynning á nýjum kjarasamningi FRV og VFÍ, SFB og ST

Nýr kjarasamningur sem var undirritaður í desember milli Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, annars vegar og Verkfræðingafélags Íslands, Stéttarfélags byggingarfræðinga og Stéttarfélags tölvunarfræðinga hins vegar var kynntur á félagsfundi sem fór fram 6. janúar.

Á fundinum fór Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, yfir helstu breytingar kjarasamningsins. Eftir góðar umræður og kynningu á breytingum samningsins var kosið um gildistöku hans og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Fundarsókn var 82,67%. 

Kjarasamningurinn sem var undirritaður 22. desember varð því fullgildur og er gildistími hans frá og með 1. janúar 2023. 

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Hér er hægt að nálgast kjarasamning FRV og VFÍ, SFB, ST.

Kjarasamningur_des-2022_2Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, fór yfir helstu breytingar kjarasamningsins.