Fréttasafn



1. nóv. 2016 Almennar fréttir

Þátttaka SI í umræðunni fyrir kosningarnar

Samtök iðnaðarins lögðu sitt af mörkum í umræðuna í aðdraganda kosninga með margvíslegum hætti. Lögð voru fram sex málefni sem skipta atvinnulífið máli undir yfirskriftinni Kjósum gott líf auk þess sem Hugverkaráð SI stóð fyrir verkefninu X Hugvit. Efnt var til fundahalda til að ræða ýmist öll málefnin sex eða einstök málefni. Greinar voru birtar auk þess sem auglýsingar birtust í öllum helstu fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og á strætisvagnaskýlum. Þá var kynningarbæklingur með upplýsingum um öll málefnin sex sendur á frambjóðendur sem voru efstir á listum út um allt land. Málefnin sem sett voru á oddinn rötuðu inn í umræðuna með margvíslegum hætti og náðist því markmiðið að ná eyrum frambjóðenda sem margir hverjir nýttu sér upplýsingarnar frá samtökunum. Flestir fundirnir voru teknir upp og má sjá upptökurnar á Facebook síðum SI og X Hugvits auk ljósmynda af öllum viðburðum. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir það helsta sem gerðist á síðustu vikum: 

Fundur með frambjóðendum sjö stjórnmálaflokka í Hörpu.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI: Kjósum gott líf

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI: Húsnæði er grunnþörf allra

Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI: Stöðugleiki er nauðsynlegur sjálfbærum vexti

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðumaður mennta- og mannauðsmála SI: Menntun er forsenda bættra lífskjara

Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI: Fjölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið

Árni Jóhannsson, forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs SI: Samgöngur og innviðir eru lífæð heilbrigðs samfélags

Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI: Nýsköpun er drifkraftur verðmætasköpunar

Grein Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SI: Kosið um gott líf á laugardaginn

Stofnfundur X Hugvit í Iðnó

Fundur X Hugvits í Hörpu – Hvernig getur íslenskt menntakerfi gefið börnunum okkar forskot?

Áskorun um tölvunarfræði sem skyldufag

Fundur um Yosma Bird módelið í Háskólanum í Reykjavík

Fundur með LHÍ: Gefið upp á nýtt

X Hugvit og Slush Play partý

Pallborðsumræður á Fundi fólksins

Fundur í Marel – Tæknin í einum munnbita

Hlynur Hallgrímsson, sérfræðingur hjá SI: Af hverju hugvit?

Svör stjórnmálaflokka við nokkrum spurningum X Hugvits