Fréttasafn  • Nýbyggingar

27. feb. 2015 Mannvirki

Verklegar framkvæmdir kynntar á Útboðsþingi SI

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem kynntar voru verklegar framkvæmdir opinberra aðila. Hæst bar kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum í Kópavogi. Kynnt voru áform um  gatnagerð í nýjum hverfum en gatnagerð hefur að mestu legið niðri frá árinu 2008. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogi sagði einnig frá nýrri og athyglisverðri breytingu á útreikningi lóðagjalds sem tekur mið af lækkuðu lóðaverði á minni eignum. Samtök iðnaðarins fagna þessu en með þessu móti er komið til móts við fyrstu íbúða kaupendur auk þess sem það hvetur til aukinna framkvæmda. Heilt yfir má ráða af kynningum á þinginu að framkvæmdastig sé að aukast jafnt og þétt sem eykur mönnum í mannvirkjagerð bjartsýni.

Kynningar á verklegum framkvæmdum

Reykjavíkurborg

Landsvirkjun

OR Veitur

Orka nátttúrunnar

Gagnaveita Reykjavíkur

Framkvæmdasýsla ríkisins

Faxaflóahafnir

Kópavogsbær

Landsnet, HS Orka ofl.

Vegagerðin