Fréttasafn23. jan. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi

Vilja meiri rafræna og samræmda stjórnsýslu í mannvirkjagerð

Á öðrum fundi af fjórum Samtaka iðnaðarins og Iðunnar um gæðastjórnun í mannvirkjagerð var fjallað um rafræna og samræmda stjórnsýslu í mannvirkjagerð. Góð mæting var á fundinn og kom fram á fundinum að mannvirkjageirinn kalli eftir meiri rafrænni og ekki síður samræmdri stjórnsýslu í mannvirkjagerð en því miður sé lítið sem ekkert samræmi og mörg mismunandi „kerfi“ í gangi í dag. Í umræðum í lok fundar kom fram ánægja fundarmanna með fundinn og mikill áhugi á enn meira samtali um þetta málefni.

Meðal þess sem kom fram á fundinum var að fulltrúar byggingarfulltrúaembætta eru fylgjandi meiri rafrænni stjórnsýslu. Báðir fulltrúar sýndu í erindum sínum fram á mikinn tímasparnað og kom meðal annars fram að með því að hætta allri móttöku útprentaðra hönnunargagna og fá þau rafræn gætu sparast allt upp í tvö ársverk.

Fundastjóri var Eyjólfur Bjarnason gæða- og öryggisstjóri hjá Arnarhvoli.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur fundarins:

 1. Starfsumhverfi í mannvirkjagerð – Björg Ásta Þórðardóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
 2. Upplýsingatækni í mannvirkjagerð – Kolbrún Rakel Helgadóttir framkvæmdastjóri Ölfusborgar ehf.
 3. Rafrænir ferlar og samræmt eftirlit, svona eru kerfin hjá okkur
  1. Árnessýsla - Davíð Sigurðsson byggingafulltrúi Uppsveita Árnessýslu
  2. Reykjavíkurborg - Búi Bjartmar Aðalsteinsson þjónustuhönnuður hjá Reykjavíkurborg
 4. Mannvirkjaskrá HMS
  1. HMS - Þóra Margrét Þorgeirsdóttir framkvæmdastóri Mannvirki og sjálfbærni hjá HMS
  2. MHM - Jónas Þórðarson teymisstjóri eftirlits með fagaðilum hjá MHM

20230119_083419-0-

20230119_085515

20230119_095656