Íslensku Markaðsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Auk Marel voru Mjólkursamsalan og Ölgerðin tilnefnd til Íslensku Markaðsverðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og mjög faglegt markaðsstarf.
Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins í Hörpu. Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.
Þann 1. nóvember 2012 tilkynnti Watson Pharmaceuticals, Inc. að það hefði lokið við kaup á Actavis Group. Með kaupunum verður til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með um 6 milljarða evra tekjur á ári. Fyrirtækið mun starfa undir heitinu Actavis.
Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2012 opnaði í gær að viðstöddu fjölmenni. Eins og undanfarin ár var efnt til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni. Skúlaverðlaunin 2012 hlaut María Manda fyrir standandi pakkakort.
BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað um eina viku en tvö liðanna komast ekki Reykjavíkur vegna veðurs.
Hagmunaaðilar og fyrirtæki í matvælaframleiðslu hafa tekið höndum saman og boðað til ráðstefnu um Matvælalandið Ísland á Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Spurt verður hvernig auka eigi verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir. Að mati ráðstefnuhaldara eru fjölmörg tækifæri sem liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu.