Fréttasafn (Síða 23)
Fyrirsagnalisti
Carbon Recycling International tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015
Carbon Recycling International hefur verið tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015. CRI er eitt ellefu fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem tilnefnt hafa verið til verðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður á Íslandi í lok október nk.
Þjóðhagsleg áhrif og þróun íslensks áliðnaðar
Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012. Ef einnig er horft til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar
Clean Tech Iceland á Grænum dögum í HÍ
CleanTech Icleand tekur þátt í Grænum dögum í Háskóla Íslands og kynnir starfsemi félagsins og fyrirtækjanna í hópnum. GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, stendur fyrir Grænum dögum í skólanum dagana 25. til 27. mars.
Loftslagsmál: Atvinnulífið er hluti af lausninni
Á fundi Landsvirkjunar um ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum í síðustu viku fjallaði Bryndís Skúladóttir um tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum. Bryndís segir atvinnulífið stóran hluti vandans í loftlagsmálum því þar sé stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En atvinnulífið sé líka hreyfiafl því þar sem eru breytingar þar eru tækifæri.
- Fyrri síða
- Næsta síða
