Fréttasafn



Fréttasafn: Orka og umhverfi (Síða 22)

Fyrirsagnalisti

1. feb. 2016 Orka og umhverfi : Áskoranir í loftslagsmálum – Atvinnulífið með lausnirnar

 Mánudaginn 27. Janúar stóður Samtök iðnaðarins fyrir opnum morgunverðarfundi undir yfirskriftinni "Áskoranir í loftslagsmálum – Atvinnulífið með lausnirnar" þar sem sex sérfræðingar höfðu framsögu.

26. jan. 2016 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi : Áskoranir í loftslagsmálum

Loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Fyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki annars vegar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og hins vegar að þróa vörur og þjónustu þannig að aðrir nái árangri.

8. jan. 2016 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi : Skert samkeppnisstaða á endurvinnslumarkaði

Reykjavíkurborg er í beinni samkeppni við einkaðila um söfnun á endurvinnsluúrgangi en hefur forskot því hún innheimtir ekki virðisaukaskatt af þeirri þjónustu, þrátt fyrir að hafa fengið tilmæli frá ríkisskattstjóra um að greiða skuli virðisaukaskatt. Hér er um skerta samkeppnisstöðu að ræða og telja Samtök iðnaðarins að borgin eigi að gæta jafnræðis og horfa til þess að jafna samkeppnisstöðu allra aðila á þessum markaði.

18. des. 2015 Orka og umhverfi : Mikilvægt að treysta starfsskilyrði stóriðju

Það er mikilvægt hagsmunamál að stóriðjufyrirtækin á Íslandi geti áfram dafnað á Íslandi“, segir Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins en mikil umræða hefur verið um starfsskilyrði þessara fyrirtækja að undanförnu. 

10. des. 2015 Orka og umhverfi : Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri

Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda segir Almar Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins.

19. okt. 2015 Orka og umhverfi : Loftslagsvænar lausnir Norðurlandanna í öndvegi í París

Umhverfisvænar lausnir voru í brennidepli á  vörusýningunni World Efficiency sem haldin var í París í vikunni.

30. sep. 2015 Orka og umhverfi : Steinull og Orka náttúrunnar hljóta umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti  í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins. Steinull hf. á Sauðárkróki er umhverfisfyrirtæki ársins 2015 og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla er framtak ársins 2015  á sviði umhverfismála.

29. sep. 2015 Iðnaður og hugverk Orka og umhverfi : Umhverfisvernd í íslenskum skipaiðnaði

Raunhæft er að íslensk fiskiskip verði knúin raforku að hluta til á innan við fimm árum. Þetta segir Þröstur Auðunsson, formaður Samtaka skipaiðnaðarins í viðtali við fréttastofu Rúv.

7. sep. 2015 Orka og umhverfi : Umhverfisdagur atvinnulífsins - skráning hafin

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12.

28. ágú. 2015 Orka og umhverfi : Óskað eftir tilnefningum til Umhverfis­verðlauna atvinnu­lífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

16. jún. 2015 Orka og umhverfi : Carbon Recycling International tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015

Carbon Recycling International hefur verið tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015. CRI er eitt ellefu fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem tilnefnt hafa verið til verðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður á Íslandi í lok október nk.

12. maí 2015 Orka og umhverfi : Þjóðhagsleg áhrif og þróun íslensks áliðnaðar

Heildarframlag álklasans til landsframleiðslu nam nálægt 6,8% af landsframleiðslu á árunum 2011 og 2012. Ef einnig er horft til eftirspurnaráhrifa var framlagið tæp 9% árið 2012. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Þjóðhagslega stöðu og þróun íslensks áliðnaðar

25. mar. 2015 Orka og umhverfi : Clean Tech Iceland á Grænum dögum í HÍ

CleanTech Icleand tekur þátt í Grænum dögum í Háskóla Íslands og kynnir starfsemi félagsins og fyrirtækjanna í hópnum. GAIA, fé­lag meist­ara­nema í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands, stend­ur fyr­ir Græn­um dög­um í skól­an­um dag­ana 25. til 27. mars.

11. mar. 2015 Orka og umhverfi : Loftslagsmál: Atvinnulífið er hluti af lausninni

Á fundi Landsvirkjunar um ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum í síðustu viku fjallaði Bryndís Skúladóttir um tækifæri og framtíðarsýn íslenskra fyrirtækja í loftslagsmálum. Bryndís segir atvinnulífið stóran hluti vandans í loftlagsmálum því þar sé stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En atvinnulífið sé líka hreyfiafl því þar sem eru breytingar þar eru tækifæri.

Síða 22 af 22