Fréttasafn5. nóv. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Útgáfa um ábyrgð þeirra sem koma að byggingu mannvirkja

Samtök iðnaðarins hafa gefið út rit um ábyrgð þeirra sem koma að byggingu mannvirkja hér á landi. Á síðasta ári hóf mannvirkjasvið SI vinnu við að sameina áherslur félagsmanna og kortleggja þau málefni sem nauðsynlegt var að vinna nánar. Út úr þeirri vinnu kom meðal annars fram skýr þörf meðal félagsmanna á að taka saman núverandi stöðu á ábyrgðum. Þá kom í ljós að óásættanleg óvissa væri fyrir hendi í ákveðnum tilvikum og möguleg þörf á breytingum á regluverki.

Til að taka saman núverandi stöðu leituðu Samtök iðnaðarins til Ingibjargar Halldórsdóttur, héraðsdómslögmanns, sem vann ítarlegt lögfræðiálit fyrir samtökin. Í álitinu er farið yfir gildandi reglur um ábyrgð og lögbundið hlutverk hönnuða, hönnunarstjóra, byggingarstjóra og iðnmeistara.

Til að auðvelda félagsmönnum SI að koma þekkingu til starfsmanna sinna eru niðurstöður álitsins teknar saman í eitt 20 síðna rit en annað 36 síðna rit er með álitinu í heild sinni. Álitið er aðgengilegt öllum félagsmönnum Samtaka iðnaðarins og er hægt að nálgast útgáfurnar með því að hafa samband við mottaka@si.is.

Samtök iðnaðarins standa fyrir kynningarfundum á eftirtöldum stöðum:  ReykjavíkSelfossi, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum, Reykjanesi og Vesturlandi. 

Hver-ber-abyrgd-a-mannvirkinu_forsida

Minnisblad_forsida