Fréttasafn (Síða 232)
Fyrirsagnalisti
Guðrún Hafsteinsdóttir tilnefnd til setu í stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, hefur verið tilnefnd til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og mun taka sæti þar í mars.
Jólakveðja
Skrifstofa SI verður lokuð á þorláksmessu og aðfangadag. Opið verður milli jóla og nýjárs.
Frumherjar í útvarpsvirkjun
Jóhannes Helgason útvarpsvirkjameistari leit við á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og afhenti Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra eintak af nýútkominni bók sinni Frumherjar í útvarpsvirkjun. En samtökin voru meðal þeirra sem styrktu gerð bókarinnar.
Sumarlokun
Skrifstofa SI verður lokuð 13. júlí til og með 31. júlí en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.
Fjölbreytt dagskrá í Tjaldi atvinnulífsins
Umhverfismál, menntamál, tölvuglæpir, Litla Ísland, fjarskiptabyltingin, markaðsmál og viðskiptafrelsi var meðal þess sem fjallað var um í Tjaldi atvinnulífsins. Einar Þorsteinsson, fréttamaður á Rúv rakti garnirnar úr forystufólki í atvinnulífinu og stjórnmálamönnum, Ari Eldjárn var með uppistand og Pétur Marteinsson fjallaði um samspil fótbolta og atvinnulífs.
Tjald atvinnulífsins opnar í Vatnsmýrinni í dag
Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um samspil öflugs atvinnulífs og góðra lífskjara. Allt áhugafólk um atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess.
Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina
Dagana 11. til 13. júní mun Hús atvinnulífsins flytja í Vatnsmýrina og reisa Tjald atvinnulífsins. Þar verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá um nauðsyn öflugs atvinnulífs til að fólk geti notið góðra lífskjara. Allt áhugafólk atvinnulífið er velkomið í tjaldið en uppátækið er hluti af Fundi fólksins sem fram fer í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess.
Ársfundur atvinnulífsins 16. apríl í Hörpu
Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16. Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki.
Ríkið þrengi hlutverk sitt í flugvallarrekstri
Áhugi er á því að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulagi Keflavíkurflugvallar til framtíðar. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku, aðspurður um mögulega sölu flugvallarins að evrópskri fyrirmynd.
Verðlaunasjóður iðnaðarins ítrekar beiðni um ábendingar um verðlaunahafa árið 2015
Stjórn Verðlaunasjóðs iðnaðarins auglýsir eftir ábendingum um verðuga verðlaunaþega sjóðsins árið 2015. Verðlaunin verða afhent í maí. Verðlaunasjóður iðnaðarins var stofnaður af Kristjáni Friðrikssyni í Últíma, eiginkonu hans frú Oddnýju Ólafsdóttur og fjölskyldu árið 1976.
Ríkið þrengi hlutverk sitt í flugvallarrekstri
Áhugi er á því að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulagi Keflavíkurflugvallar til framtíðar. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku, aðspurður um mögulega sölu flugvallarins að evrópskri fyrirmynd.
Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður
Á aðalfundi samtaka iðnaðarins í gær var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðþingi 2016.
Frábærlega vel heppnað Iðnþing - myndbönd
Fullt var út að dyrum á árlegu Iðnþingi sem haldið var í gær á Hilton Reykjavík Nordica. Líflegar umræður fóru fram í samtölum um menntun, nýsköpun og framleiðni og ekki annað að heyra en að íslenskt atvinnulíf sé reiðubúið að takast á við næstu iðnbyltingu.
Ályktun Iðnþings 2015
Ályktun Iðnþings var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. Hún fjallar um íslenskan iðnað í fararbroddi drifinn áfram af stöðugri aukningu í menntun, nýsköpun og framleiðni.
Erum við tilbúin fyrir næstu Iðnbyltingu?
Í dag, 5. mars, fer fram árlegt Iðnþing Samtaka iðnaðarins á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um samkeppnishæfan iðnað á grunni menntunar, nýsköpunar og framleiðni.
Erlend fjárfesting á Íslandi og samkeppnishæfni
Öll ríki leitast við að laða til sín erlendar fjárfestingar. Það eykur fjölbreytni atvinnulífs og skýtur nýjum og fleiri stoðum undir efnahagslíf.
Kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Nú stendur yfir kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins. Félagsmenn hafa fengið sent lykilorð. Smellið á hlekkinn til að kjósa.
Kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Nú stendur yfir kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins. Félagsmenn hafa fengið sent lykilorð. Smellið á hlekkinn til að kjósa.
Í kjöri til stjórnar SI
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 5. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fimm almenn stjórnarsæti.
Stjórn SI mótmælir áformum um slit aðildarviðræðna
Stjórn Samtaka iðnaðarins ítrekar fyrri afstöðu sína um aðildarviðræður við Evrópusambandið og mótmælir áformum ríkisstjórnar um að slíta viðræðum. Ályktun þess efnis var samþykkt á stjórnarfundi samtakanna í morgun.
