Fréttasafn



Fréttasafn: Starfsumhverfi (Síða 44)

Fyrirsagnalisti

4. nóv. 2015 Starfsumhverfi : Seðlabankinn einn á bremsunni – stýrivextir hækkaðir

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun um 0,25 prósentur þvert á það sem flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Þrátt fyrir litla verðbólgu metur bankinn það sem svo að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé mikill, slaki í ríkisfjármálum og spenna á vinnumarkaði.

30. sep. 2015 Starfsumhverfi : 2007 er ekki runnið upp á ný

Fregnir af miklum hagvexti, ríflegum launahækkunum, fasteignaverðshækkunum og fjölgun byggingakrana hafa ýtt af stað umræðu þess efnis að staða efnahagslífsins sé farið að minna óþægilega mikið á ástandið 2007.

7. sep. 2015 Starfsumhverfi : Tryggingagjald lækki um 1%

Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í viðtali við Fréttablaðið í dag.

19. ágú. 2015 Starfsumhverfi : Stýrivextir hækkaðir í morgun – mikill vaxtamunur skerðir samkeppnishæfni

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í morgun um 0,5 prósentur og var sú hækkun í takt við flestar spár. Á sama tíma eru vextir í nágrannalöndum okkar lágir og vaxtamunurinn því afar mikill. Byrðin sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera vegna hárra vaxta er óásættanleg.

9. júl. 2015 Starfsumhverfi : Niðurstöður kjarasamninga SA og iðnaðarmanna liggja fyrir 15. júlí nk.

Á heimasíðu SA undir flipanum Samningar 2015 eru að finna góðar leiðbeiningar vegna nýrra kjarasamninga, meðal annars reiknivél vegna launaþróunartryggingar. Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn sína til að nota eingöngu reiknivél SA við útreikninga á launabreytingum starfsmanna sinna. 

10. jún. 2015 Starfsumhverfi : Hvaða þýðingu hefur afnám hafta fyrir atvinnulíf og nýsköpun?

Í augum fjárfesta hefur Ísland verið eins og niðdimmt herbergi en með áætlun um afnám hafta eru stjórnvöld búin að kveikja ljósin, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Stefán Þór Helgason hjá Klak Innovit, segir þetta gjörbreyta stöðunni fyrir nýsköpunarfyrirtæki.

10. jún. 2015 Starfsumhverfi : Stýrivextir hækkaðir í morgun - Krefjandi áskorun fyrir iðnaðinn

Seðlabankinn ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Rök Seðlabankans lúta að hækkun launakostnaðar umfram spár, hækkun verðbólguvæntinga og eftirspurn í hagkerfinu. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þessi ákvörðun Seðlabankans hafi ekki komið á óvart og sé í takt við spár.

1. jún. 2015 Starfsumhverfi : Samið til langs tíma á almennum vinnumarkaði

Kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði síðastliðinn föstudag sem ná til tæplega 70 þúsund launamanna. Samningarnir gilda til ársloka 2018 verði þeir samþykktir, en framundan er kynning á efni samninganna meðal aðildarfyrirtækja SA.

21. maí 2015 Starfsumhverfi : Um meintar rangfærslur SA í samningaviðræðum við Flóabandalagið, VR og LÍV

Síðastliðinn föstudag, þann 15. maí, lögðu Samtök atvinnulífsins fram skriflega tillögu gagnvart Flóabandalaginu og VR um tilteknar breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og hækkanir launa og launataxta gegn þeim breytingum.

5. maí 2015 Starfsumhverfi : Að fletja út launakökuna

Það er því sem næst efnahagslegt náttúrulögmál að summa allra greiddra launa í landinu getur bara vaxið með takmörkuðum hætti. Verðmætasköpun hagkerfisins er það sem setur okkur náttúrulegar skorður. Yfir lengri tímabil er það aðeins aukin verðmætasköpun og framleiðniaukning sem getur staðið undin hækkun launa og kaupmáttar.

18. mar. 2015 Starfsumhverfi : Framhald aðildarviðræðna verði lagt í dóm þjóðarinnar

Stjórn Samtaka iðnaðarins telur mikilvægt að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar á Íslandi fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Auka þarf samkeppnishæfni og skapa nauðsynleg skilyrði til aukinnar framleiðni. Það er grunnur að meiri verðmætasköpun og velmegun.

9. feb. 2015 Starfsumhverfi : Höft hefta

Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI fjallar um skaðsemi hafta í Fréttablaðinu í dag.

6. feb. 2015 Starfsumhverfi : Hvöttu til skilvirkari Seðlabanka

Samtök iðnaðarins áttu rúmlega klukkutíma langan fund með fjármálaráðherra í gær þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að beita sér fyrir skilvirkari afgreiðslu undanþágubeiðna hjá Seðlabanka Íslands. Langur afgreiðslutími hjá gjaldeyriseftirliti bankans og óljós mörk eru á meðal þess sem veldur fjárfestum og fyrirtækjum vandræðum.

2. feb. 2015 Starfsumhverfi : Grafalvarlegt að fyrirtæki flytji höfuðstöðvar úr landi vegna hafta

Eigendur plastframleiðslufyrirtækisins Promens hafa ákveðið að flytja höfuðstöðvar þess úr landi eftir að Seðlabankinn hafnaði beiðni um undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir þetta dæmi um skaðsemi haftanna í viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 sl. laugardag.

15. jan. 2015 Starfsumhverfi : Tæpir 19 milljarðar króna í skattafslátt vegna Allir vinna

Endurgreiðsla og lækkun skatta vegna átaksverkefnisins Allir vinna nam 18,7 milljörðum króna. Verkefninu lauk nú um áramót. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, segir í samtali við Fréttablaðið í dag samtökin hafa lagt á það ríka áherslu við fjármálaráðherra að áfram yrði haldið með verkefnið.

Síða 44 af 44