Fréttasafn



Fréttasafn: 2015 (Síða 4)

Fyrirsagnalisti

25. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Radiant Games gefur út forritunarleikinn Box Island

Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en leikurinn auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og hentar hann krökkum 8 ára og eldri. Frekari upplýsingar má einnig finna á www.boxisland.is.

24. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Ungur iðnaður með framtíðina fyrir sér

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er ungur iðnaður sem fer ört stækkandi. Ótrúlega mikið hefur áunnist á fáum árum varðandi fagmennsku, gæði og þekkingu í framleiðslu fjölbreyttra verkefna.

24. ágú. 2015 Menntun : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaða­námssjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst, kl. 17:00. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

 

20. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Er 50 milljarða króna velta og 70% vöxtur flopp? – svarað fyrir kvikmyndaiðnaðinn

Því var slegið upp á forsíðu Viðskiptablaðinu 30. júlí s.l. að þær ívilnanir sem færu til kvikmyndagerðar væru „ríkisstyrkt flopp“. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir svarar fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Viðskiptablaðinu í dag. 

20. ágú. 2015 Gæðastjórnun : Nýtt strikamerki, Databar, auðveldar rekjanleika og dregur úr sóun

Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og GS1 stóðu fyrir kynningarfundi um strikamerkið Databar í Húsi atvinnulífsins sl. þriðjudag. Á fundinn komu rúmlega þrjátíu manns úr framleiðslu- og innflutningsfyrirtækjum, verslunarkeðjum og hugbúnaðarhúsum.

19. ágú. 2015 Starfsumhverfi : Stýrivextir hækkaðir í morgun – mikill vaxtamunur skerðir samkeppnishæfni

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í morgun um 0,5 prósentur og var sú hækkun í takt við flestar spár. Á sama tíma eru vextir í nágrannalöndum okkar lágir og vaxtamunurinn því afar mikill. Byrðin sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera vegna hárra vaxta er óásættanleg.

19. ágú. 2015 Nýsköpun : Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði leyst úr læðingi

Ný framtíðarsýn og áhersluverkefni voru rædd á góðum fundi Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) með ráðherra, fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja í húsakynnum Orf Líftækni sl. fimmtudag. Fundinn sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fulltrúar iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis, fulltrúar SI og stjórn HSV.

19. ágú. 2015 Menntun : Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun

Samtök iðnaðarins leita eftir þremur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum.

14. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) stendur fyrir árlegum Matvæladegi 15.október næstkomandi á Hótel Sögu. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um sértæka gagnagrunna sem halda utan um næringargildi og efnainnihald matvæla.

13. ágú. 2015 Almennar fréttir : Frumherjar í útvarpsvirkjun

Jóhannes Helgason útvarpsvirkjameistari leit við á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og afhenti Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra eintak af nýútkominni bók sinni Frumherjar í útvarpsvirkjun. En samtökin voru meðal þeirra sem styrktu gerð bókarinnar.

6. ágú. 2015 Gæðastjórnun : Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hefur hlotið ISO 14001 umhverfisvottun

Gámaþjónustan hf. hóf innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi í byrjun ársins 2012 og hlaut vottun samkvæmt staðlinum ISO 14001 í marsmánuði árið 2013. Í kjölfarið var hafin vinna við að innleiða umhverfisstjórnunarkerfið hjá nokkrum dótturfélögum Gámaþjónustunnar sem eru víðsvegar um land.

9. júl. 2015 Starfsumhverfi : Niðurstöður kjarasamninga SA og iðnaðarmanna liggja fyrir 15. júlí nk.

Á heimasíðu SA undir flipanum Samningar 2015 eru að finna góðar leiðbeiningar vegna nýrra kjarasamninga, meðal annars reiknivél vegna launaþróunartryggingar. Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn sína til að nota eingöngu reiknivél SA við útreikninga á launabreytingum starfsmanna sinna. 

9. júl. 2015 Almennar fréttir : Sumarlokun

Skrifstofa SI verður lokuð 13. júlí til og með 31. júlí en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

8. júl. 2015 Nýsköpun : Viltu sigra heiminn?

Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.

1. júl. 2015 Nýsköpun : Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.

25. jún. 2015 Menntun : Annað starfsár GERT verkefnisins á enda

GERT verkefnið ( grunnmenntun  efld í  raunvísindum og  tækni) hefur nú lokið öðru starfsári sínu. Um er að ræða samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka iðnaðarins og mennta- og menningarmálaráðuneytis um að auka áhuga grunnskólanemenda á sviði raunvísinda og tækni.

25. jún. 2015 Iðnaður og hugverk : Bakarameistarar afhentu Göngum saman eina og hálfa milljón króna

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, söfnuðu einni og hálfri milljón með sölu Brjóstabollunnar um mæðradagshelgina. Forsvarskonur styrktarfélagsins Göngum saman heimsóttu stjórn LABAK nýlega og tóku við styrknum úr hendi Jóns Alberts Kristinsson, formanns LABAK.

18. jún. 2015 Gæðastjórnun : Ljósgjafinn hlýtur D-vottun

Ljósgjafinn ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

18. jún. 2015 Gæðastjórnun : Kjarnafæði hlýtur alþjóðlega ISO 9001-vottun

Á 30 ára afmælisári sínu hefur Kjarnafæði og starfsfólk þess fengið viðurkenningu á öflugu gæðastarfi með alþjóðlegri vottun á ISO9001:2008 staðlinum af BSI á Íslandi. Kjarnafæði er fyrsta matvælafyrirtækið á Íslandi með áherslu á kjötafurðir sem fær þessa vottun.

16. jún. 2015 Orka og umhverfi : Carbon Recycling International tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015

Carbon Recycling International hefur verið tilnefnt til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandsráðs 2015. CRI er eitt ellefu fyrirtækja, stofnana eða einstaklinga sem tilnefnt hafa verið til verðlaunanna sem afhent verða á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður á Íslandi í lok október nk.

Síða 4 af 9